// you’re reading...

Internet marketing

Netkaup – Merking hugtaksins í daglegri umræðu

Netkaup

Netkaup  – Merking hugtaksins  í daglegri umræðu

Netkaup er íslenskt hugtak,  sem lýsir tiltekinni  viðskipta framkvæmd á internetinu.  Sbr. enska hugtakið:  Internet  (online) business.  Hugtakið netkaup snertir upplýsingagjöf, kaup og sölu á netinu.

Netkaup eru stunduð í viðskiptalegum tilgangi á rafrænan hátt ýmist gegn gjaldi eða með rafrænni færslu án endurgjalds.  Hugtakið netkaup í íslensku máli er táknrænt fyrir ákveðna aðgerð og um leið lýsandi fyrir hin nýju tækifæri samtímans.

Aukin áhrif netkaupa birtast í sífellt vaxandi fjölda viðskipta og tilboða á  netinu.  Fyrirtæki bjóða margs konar vörur og þjónustu með rafrænum og gagnvirkum  hætti.  Einstaklingar nýta sér ný tækifæri netsins með auknum samskiptum innbyrðis.

Þróun í verslun og viðskiptum á internetinu hefur verið hröð.  Rafrænar vörur og netkaup hafa rutt brautina og skapað rekstrargrundvöll margs konar tækninýjunga og nýsköpunar.

Netræn (nútíma) samskipti byggjast  á rafrænum tölvusamskiptum og/eða  nýjustu farsímatækni.

Netkaup skapa framfarir og breytingar á ýmsum sviðum. Ýmsar opinberar stofnanir efla samkeppni  í reksti og  auka hagkvæmni með netkaupum.

Greiðsla netkaupa er ýmist framkvæmd ;  með greiðslukorti, með greiðslu póstkröfu  eða með beinni millifærslu af bankareikningi.

Traust og trúverðugleiki skiptir miklu máli fyrir netkaup.

Skjótvirkur flutningur vörunnar er mjög mikilvægur og stuðlar að eflingu viðskipta yfir netið.

Helstu ókostir við netkaup eru sjálfsafgreiðsla í stað lifandi þjónustu.  Þessir ókostir geta leitt til óöryggis hjá viðskiptavinum.  Ýmsar leiðir má fara til að bæta úr þessu.  Það er  t.d. nokkuð algengt varðandi netkaup á dýrum vörum  að viðskiptavinur óskar eftir sérstakri (auka) staðfestingu símleiðis samhliða rafrænni staðfestingu á netinu.   Mörg netfyrirtæki  notafæra sér þetta tækifæri.  Þau líta á símasambandið við viðskiptavininn sem einstakt auglýsingatækifæri sem ávallt ber að nýta til að efla samskipti, þjónustu og traust.

www.netkaup.is

Nco online  –  4U