Örugg netkaup fyrir neytendur : www.netkaup.is
Hvaða upplýsingar þarf net-tilboð að innihalda samkvæmt núgildandi reglum svo öll öryggisskilyrði fyrir vænta kaupendur séu uppfyllt ? Hvað þurfa kaupendur tilboðsvöru að varast !? Hvaða upplýsinga skal leitað og hvernig, til að fá staðfestingu á öryggi net-tilboðs fyrir netkaup ?
Meðfylgjandi texti útskýrir hvaða upplýsinga er þörf í gagnvirkru tilboði svo það teljist uppfylla öryggiskröfur fyrir netkaup. Myndræn dæmi um hvað ber að varast og hvernig eru einnig sýnd.
Smellið á linkinn:
http://ec.europa.eu/consumers/enforcement/sweep/electronic_goods/index_en.htm
www.netkaup.is
Átaksverkefni á netsíðum sem selja raftæki hófst í maí 2009. Á þeim tíma voru einungis 44% netsíða í takt við lög ESB, en eftir átakið eru 84% í samræmi við lögin. Átakið var unnið af eftirlitsstofnunum í 26 aðildarríkjum ESB, Íslandi og Noregi. Helstu vandamálin voru misvísandi upplýsingar um réttindi neytenda, röng verð og að sambandsupplýsingar yfir seljanda vantaði. Þessar síður hafa nú verið leiðréttar og seljendur sektaðir þar sem við á. Frekari upplýsingar um átakið á raftækjasölusíðum er hægt að nálgast hér.
Nú þegar hefur nýju átaksverkefni verið hrint af stað til að kanna miðasölur á netinu fyrir menningar- og íþróttaviðburði. 414 síður hafa verið skoðaðar og af þeim eru 247 sem eru til frekari skoðunar, og eru eftirlitsstofnanir nú að vinna í því að fá þær leiðréttar. Frekari upplýsingar um miðasöluverkefnið er hægt að nálgast hér.
Upplýsingar um þátt Íslands í þessum verkefnum er hægt að nálgast á heimasíðu Neytendastofu.